2 September 2010 12:00

Í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali hefur greiningardeild ríkislögreglustjóra, í samvinnu við sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal tekið saman upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu í mansalsmálum.  Leiðbeiningarnar eru að stórum hluta byggðar á handbók norsku lögreglunnar um mansal.

Í leiðbeiningunum er m.a. fjallað um hvað er mansal; hverjir eru þolendur mansals, hver er munurinn á mansali og smygli á fólki, ranghugmyndir og misskilningur um mansal, hvernig kennsl er borið á þolanda mansals, markmið greiningar, vísbendingar um mansal og margt fleira.

Finna má leiðbeiningarnar um mansal hér.