6 Febrúar 2014 12:00

Um það bil  60 leikskólabörn af leikskólunum Skógarlandi og Tjarnarlandi á Egilsstöðum mættu á lögreglustöðina á Egilsstöðum. Krakkarnir komu í heimsókn á degi leikskólans og sungu eitt lag. Þá  fengu þau að skoða lögreglubíl og fangaklefa. Í lok heimsókarinnar var svo létt yfirferð yfir umferðarreglurnar.