3 Janúar 2016 19:07

Í dag fannst mannlaus bílaleigubifreið við Skógarnes á Snæfellsnesi.  Lögreglan á Vesturlandi hóf eftirgrennslan og kom í ljós að leigutaki bifreiðarinnar hafði ekki skilað sér í flug sem hann átti bókað.  Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita og hófst leit skömmu fyrir myrkur.  Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, fannst, látinn skömmu eftir að leit hófst.  Ekkert bendir til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.