3 Október 2014 12:00

Lenda þurfti Boeing 777 flugvél frá Jet Airways á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda farþega um borð. Vélin var á leiðinni frá Abu Dhabi til New York þegar ákveðið var að lenda hér af fyrrgreindum ástæðum. Sjúkraflutningamenn fluttu farþegann til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Réttindalaus og eftirlýstur

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gær ók undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum, auk þess sem hann var eftirlýstur af lögreglu. Sýnatökur staðfestu að hann h

Annar ökumaður sem lögregla hafði afskipti af reyndist hafa neytt kókaíns og kannabis. Þriðji ökumaðurinn, sem staðinn var að fíkniefnaakstri hafði neytt kannabisefna.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 119 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.