19 September 2014 12:00

Herkúlesvél með bilaðan hreyfil  lenti á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Tilkynnt var um óvissustig þar sem um væri að ræða bilun í einum hreyfli vélarinnar af fjórum. Sjö manns voru í áhöfn vélarinnar og tókst lending hennar giftusamlega.

Féll úr mastri og fótbrotnaði

Maður slasaðist á fæti eftir að hafa fallið niður úr mastri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Hann hafði klifrað upp í mastrið, sem er um 2.50 metrar á hæð, þegar óhappið varð. Var talið að hann hefði fótbrotnað og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans.

Þá slasaðist kona sem rann til og skall með andlitið á stein. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.