29 Júlí 2008 12:00

Mikið var um að vera hjá lögreglunni á Sauðárkróki um síðustu helgi.  Alls voru 26 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og einn var kærður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sá sem hraðast ók mældist á 118 km/klst, og verður honum boðið  að ljúka málinu með greiðslu 50.000.- kr. sektar.

Á laugardagskvöldið voru þrír dansleikir í héraðinu; á Mælifelli, Ketilási og Höfðaborg.  Fóru þeir allir vel fram. 

Á mánudag handtók lögreglan á Sauðárkróki Letta sem grunaður er um að hafa stolið vörum úr þremur fyrirtækjum í Skagafirði, að andvirði 4 – 500.000.- kr., á tveggja mánaða tímabili. Maðurinn var starfsmaður hreingerningarfyrirtækis sem annaðist þrif í viðkomandi fyrirtækjum, og er hann sterklega grunaður um að hafa nýtt sér þessa aðstöðu sína við brotin. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var úrskurðaður í farbann til 8. september næstkomandi en rannsókn málsins miðar vel.