23 Ágúst 2006 12:00

Lögreglan í Reykjavík minnir skólastjórnendur og forsvarsmenn nemendafélaga á reglur um skemmtanahald. Alkunna er að skólaböll framhaldsskólanema eru iðulega haldin á veitinga- og skemmtistöðum. Umræddir staðir hafa nær flestir leyfi til áfengisveitinga og má opnunartími þeirra ekki vera lengur en til klukkan 01:00 á virkum dögum.

Af þeim sökum getur lögreglan í Reykjavík ekki heimilað skemmtanahald lengur en sem því nemur. Er sú ákvörðun tekin í samráði við borgaryfirvöld. Ef sótt er um leyfi fyrir skemmtanahaldi á öðrum stöðum en hér eru tilgreindir, þá er það skoðað sérstaklega.