18 Maí 2007 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill árétta að leyfileg hæð ökutækis er 4,20 metrar, líkt og kemur fram í reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Í 10. gr. hennar segir ennfremur að hæð ökutækis skal mæld hornrétt frá yfirborði vegar að þeim hluta þess sem hæst stendur.

Nýverið var vörubifreið með krana ekið á Höfðabakkabrú og hlaust af því nokkuð tjón, bæði á ökutækinu sjálfu og eins a.m.k. einum öðrum bíl sem ekið var þarna um en við óhappið hrundu múrbrot úr brúnni. Þá hefur margoft verið ekið á hæðarslár á höfuðborgarsvæðinu og hefur það sömuleiðis skapað hættu. Því er full ástæða til að ítreka þessi skilaboð hér að ofan.