22 Júní 2021 15:59

Síðustu vikur hefur aukið líf færst yfir vegi Austurlands. Ekki aðeins er það að finna í ökutækjum sem fer fjölgandi heldur er búfé nú meira áberandi á og við vegi. Hreindýr eru þar einnig og fuglar víða á vegum og í vegköntum.

Til að gæta að þessum málleysingjum okkar og með vísan til þess að sjö tilkynningar síðustu tíu daga hafa borist lögreglu á Austurlandi um búfé sem ekið hefur verið á, hvetur lögregla ökumenn til að sýna sérstaka aðgæslu, stilla hraða í hóf og gera þannig sitt til að koma í veg fyrir slys og óhöpp, hverju nafni sem nefnast.