14 September 2008 12:00

Lögreglan á Selfossi var, kl. 02:45 í nótt kölluð að fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn vegna hávaða og brothljóðs sem heyrðist þaðan. Er komið var á vettvang var pólskur karlmaður á þrítugs aldri þar utandyra ásamt löndum sínum og hafði hann verið skorinn og stunginn með eggvopni. Hann var fluttur á sjúkrahús á Selfossi þar sem læknir gerði að sárum hans.

Svo virðist sem til átaka hafi komið inni í íbúð í fjölbýlishúsinu. Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins hóf rannsókn vettvangs í dag. Þá hefur réttarlæknir frá rannsóknarstofu Háskóla Íslands rannsakað þolandann og þá fimm sem í íbúðinni voru og eru nú í haldi lögreglu.

Áverkar mannsins eru alvarlegir, m.a. á hálsi hans. Hann er hinsvegar talinn muni ná sér að fullu af þeim.

Yfirheyrslur standa yfir og er gert ráð fyrir að þær standi fram á nótt. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir hinum handteknu