3 Október 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á móts við safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötu 14a í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 28. september, en tilkynning um árásina barst lögreglu kl. 3.32. Þar var ráðist á fertugan karlmann og leitar lögreglan þriggja manna í tengslum við rannsóknina. Þeir eru allir taldir vera á þrítugsaldri og voru dökkklæddir umrædda nótt. Einn er ljóshærður og var í svartri hettupeysu, en annar, lágvaxnari en hinir, var með gleraugu með svartri umgjörð. Sá var enn fremur með húfu á höfði.