8 Júní 2011 12:00

Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær hjartastuðtæki sem verður til taks í útkallsbíl lögreglunnar í Hafnarfirði. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á  höfuðborgarsvæðinu, veitti gjöfinni viðtöku.

Tækið sem ber nafnið Lifepak CR Plus er alsjálfvirkt og gefur fyrirskipanir á íslensku.  Tækið getur tengst hjartastuðtækjum í öllum sjúkrabílum á landinu.   Hjartastuðtækið ásamt fylgihlutum kostar um 250 þúsund krónur.

Árlega fara um 300 manns í hjartastopp á Íslandi.  Þegar slíkt gerist, er mikilvægt að hafa réttan búnað til að bjarga lífi viðkomandi.  Við þær aðstæður  skiptir hver mínúta máli og stuttur viðbragðstími getur skilið milli lífs og dauða. Lögregla er oft fyrsti viðbragðsaðili á staðinn og er því mjög mikilvægt að tækjabúnaður hennar sé fyrsta flokks.

Myndin hér að ofan var tekin við afhendingu tækisins á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Magnús Gunnarsson formaður lionsklúbbsins afhenti Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra hjartastuðtækið.  Með þeim á myndinni eru félagar úr lionsklúbbnum, lögreglumenn sem starfa á lögreglustöðinni í Hafnarfirði og starfsmenn Á.Hr sem eru söluaðilar tækisins og sjá um kennslu á notkun þess.

Hjartastuðtækið ásamt fylgihlutum