Lionskonur ásamt fulltrúum lögreglunnar, sem tóku við hinni höfðinglegu gjöf.
10 Febrúar 2015 17:30

Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 400 þúsund krónur að gjöf. Lionsklúbburinn Eir hefur um áratugaskeið styrkt baráttu lögreglunnar gegn fíkniefnum með afar myndarlegum hætti. Eins og áður koma peningarnir sér vel í baráttunni við fíkniefnavandann, en þeim verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar Lionsklúbbnum Eir kærlega fyrir stuðninginn.

Lionskonur ásamt fulltrúum lögreglunnar, sem tóku við hinni höfðinglegu gjöf.

Lionskonur ásamt fulltrúum lögreglunnar, sem tóku við hinni höfðinglegu gjöf.