16 September 2015 10:05

Farið er að skyggja og því mun Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leggja sérstaka áherslu á að fylgjast með ljósabúnaði ökutækja þennan mánuðinn. Flestir vilja vera með ljós ökutækja í góðu lagi og því er ágætt að temja sér að skoða ljósabúnaðinn reglulega, kanna hvort allt virki eins og það á að gera.
Umferðardeildin mun einnig leggja áherslu á að fylgjast með að skráningarmerki séu til staðar, en því miður sjást stundum ökutæki þar sem skráningarmerki vantar, sérstaklega að framanverðu.

export