16 Apríl 2008 12:00

S.l.  nótt var ljóskösturum stolið af tveim bifreiðum á Ísafirði.  Af annarri bifreiðinni, sem stóð við Hreggnasa í Hnífsdal, var tveim kösturum stolið.  Af flutningabifreið, sem stóð á Ásgeirskanti við höfnina á Ísafirði, var 5 kösturum stolið.  Þetta er mikið tjón fyrir eigendur og leitar lögreglan þjófanna núna.  Þeir sem urðu varir við mannaferðir eða bíla á ferð við þessa staði eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450 3730.