27 Apríl 2004 12:00
Laugardaginn 24. apríl 2004
Lögreglan í Keflavík var í dag með sérstakt átak sem beindist að eftirliti með akstri torfærubifhjóla utanvega en lögreglu hefa borist ábendingar um aukinn utanvegaakstur slíkra ökutækja. Torfærubifhjólamenn hafa sérstaklega sótt í að aka hjólum sínum utanvega og á vegslóðum í Reykjanesfólkvangi og þá sérstaklega í nágrenni Kleifarvatns en einnig má m.a. nefna Stóru-Sandvík við Hafnir. Allur gangur virðist vera á því hvort menn eru með hjól sín skráð og eða tryggð. Ef hjól er skráð sem bifhjól þá mega menn aka um á vegum en ef hjól eru skráð sem bifhjól, en ef þau eru skráð sem torfærutæki þá er heimild til aksturs á vegum mjög takmarkaður. Að auki er allur utanvegaakstur bannaður. Einu svæðin þar sem akstur torfærutækja er heimill er á afmörkuðum lokuðum svæðum. Starfsemi slíkra svæði er háð mjög ströngum skilyrðum og eru engin slík svæði til staðar á Reykjanesskaganum en verið er að byggja upp slíkt svæði við svokallað „Broadstreet“.
Í þessu átaki hafði lögreglan afskipti af 12 hjólamönnum á Reykjanesskaganum og þar af voru 8 í Reykjanesfólkvangi. Veður var sérlega slæmt til eftirlits vegna þoku og rigningar.
Fjórir ökumenn torfærubifhjóla voru kærðir fyrir akstur utanvega. Þar af voru 2 á óskráðum torfæruhjólum. 4 ökumenn bifhjóla sem lögreglan stöðvaði á Djúpavatnsleið hlýddu ekki skipun lögreglu heldur óku á brott. Lögreglan stöðvaði ökumenn bifreiða sem voru með torfærubifhjól á eftirvögnum og gerði ökumönnunum grein fyrir ákvæðum laga og lögreglusamþykkta sem fjalla um þær takmarkanir sem settar eru um akstur slíkra tækja. Almennt tóku bifhjólamenn mjög vel afskiptum lögreglu. Þeir bifhjólamenn sem lögreglan hafði afskipti af voru flestir af höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan mun halda áfram eftirliti með akstri utanvega í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og af Keflavíkurflugvelli.