3 Nóvember 2011 12:00

Mikið ber á því að gestir vínveitingastaða framvísi ekki löggildum persónuskilríkjum. Dyraverðir vínveitingastaða hafa margítrekað þurft að vísa frá ungu fólki, sem ekki hefur getað framvísað lögmætum skilríkjum en hefur hins vegar annað hvort framvísað greiðslu- eða skólakortum annarra eða skilríkjum, þar sem ártölum hefur verið breytt. Af þessu tilefni vill lögreglan vekja sérstaka athygli á eftirfarandi:

-Vegabréf og ökuskírteini teljast til löggildra persónuskilríkja. Ekki t.d. debet- eða kreditkort, skólakort eða golfvallarkort.

-Um leið og einhver notar breytt skilríki í lögskiptum (t.d. framvísar þeim við lögreglu) þá er um skjalafals að ræða skv. 155. gr. hegningarlaga og geta viðurlög hverju sinni tekið mið af því.

Reyni einhver að villa á sér heimildir eða hagnast á notkun breyttra skilríkja hefur sá hinn sami sömuleiðis gerst brotlegur við ákvæði hegningarlaga. Leiki vafi á aldri gesta á vínveitingastöðum verða þeir að geta sannað aldur sinn með framvísun lögmætra skilríkja. Komi í ljós að þeim skilríkjum hafi verið breytt er hvatt til þess að þau mál verði kærð til lögreglu.

Bankakort sem dyraverðir hafa haldlagt undanfarið.