14 September 2015 13:12

 

Sex bifreiðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hafa orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum á undanförnum dögum.  Síðastliðið föstudagskvöld var tilkynnt um þrjár skemmdar bifreiðir og  aðrar þrjár um helgina. Rúður voru brotnar í þeim öllum og margt þykir benda til þess að grjóthnullungar hafi verið notaðir í þeim tilgangi. Lögregla rannsakar málið og leikur grunur á að þarna hafi sami aðili eða aðilar verið að verkum í öllum tilvikum.

Eru þeir sem hafa orðið varir við umrædd skemmdarverk á bifreiðum sem staðsettar voru við Bolafót nr. 11 og 15 í Njarðvík undir og um helgina að hafa samband í síma 4442200.