22 Febrúar 2014 12:00

Kl. 06:14 tilkynnti íbúi á efri hæð Birkivalla 15 á Selfossi um að eldur væri logandi í íbúð á neðri hæð hússins.  Íbúinn hafði vaknað við sprengingu og sagði eld loga út um glugga á neðri hæðinni.   Slökkvilið slökkti eldinn.  Ekki urðu slys á mönnum en mikið tjón á neðri hæðinni og einnig fór reykur um allt húsið.   

Fyrsta aðkoma á vettvangi benti til þess að um íkveikju væri að ræða og styður frumrannsókn lögreglu og tæknideildar Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins þær grunsemdir.   Í þágu rannsóknar málsins var maður á þrítugsaldri handtekinn í morgun, grunaður um verknaðinn,  og bíður hann þess nú að verða yfirheyrður. 

Lögregla biður alla þá sem telja sig hafa orðið vara við grunsamlegar mannaferðir sem tengst gætu máli þessu að hafa samband í síma 480 1010