28 Júní 2018 08:31

Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. Um hádegisbilið þann 26. júní síðastliðinn kom íbúi á Fáskrúðsfirði að óprútnum aðila inn á heimili hans. Aðlinn komst undan á hlaupum auk þess sem hann veitti íbúanum bylmingshögg í kviðinn. Lögregla veitti í framhaldi bifreið sem maðurinn var í eftirför þar sem henni var ekið á ofsaferð frá Fáskrúðsfirði á Breiðdalsvík. Þar setti lögregla upp stöðvunarpóst sem ökumaður bifreiðarinnar sinnti ekki og var henni ekið fram hjá lögreglubifreiðinni og út af veginum. Bifreiðin var þó á lítilli ferð þegar henni var ekið útaf svo ekki hlutust slys af. Tveir aðilar sem voru í bifreiðinni voru handteknir og eru þeir nú í haldi lögreglu, grunaðir um þjófnaðarbrot á nokkrum stöðum á landinu. Lögreglu grunar að um sé að ræða skipulagða brotastarfssemi.“

Lögreglan á Austurlandi hefur nú þegar farið fram á að tveir erlendir ríkisborgarar sem handteknir voru við Breiðdalsvík í fyrradag vegna gruns um afbrot sættu gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald, annar aðilinn unir því en hinn hefur ákveðið að kæra niðurstöðuna til Landsréttar.
Lögreglan hefur rökstuddan grun um að mennirnir hafi brotið af sér víðar á landinu síðustu daga. Rannsókn málsins miðar áfram þó enn sé nokkuð í að henni ljúki.

Lögreglan hefur upplýst fjölda innbrota í sumarbústaði á Einarsstaðasvæðinu um síðustu helgi en þau mál tengjast ekki aðilunum sem handteknir voru við Breiðdalsvík.

Nágrannavarsla skiptir miklu máli og hvetur lögreglan fólk sem hyggur á ferðalög að gera ráðstafanir og biðja nágranna sína til að fylgjast með húsum þeirra