1 Nóvember 2019 20:24

Lögreglan á Austurlandi hvetur ökumenn til að gera bifreiðar sínar klárar til vetraraksturs og huga sérstaklega að dekkjabúnaði bifreiða sinna enda kominn sá árstími að færð getur spillst með stuttum fyrirvara. Undafarið hefur borið talsvert á því að ökumenn eru á ferðinni á vanbúnum bílum og því miður hafa allmargir lent umferðaróhöppum eða  hremmingum í ófærðinni. Þá vill lögreglan einnig koma þeim tilmælum til  ökumanna að muna að hafa kveikt á aðalljósum bifreiða sinna og þeir sem eru á ferðinni með bilaðan ljósabúnað að gera bragabót á  því enda  getur slíkt valdið stórhættu.

Þá má jafnframt minna ökumenn að skafa rúður bifreiða sinna almennilega. Lögreglan mun á næstunni gera átak í að stoppa ökumenn sem eru á vanbúnum ökutækjum og mega ökumenn búast við að fá sekt ef svo ber undir.