23 September 2012 12:00
Lögreglan á Eskifirði óskar eftir því að þeir ökumenn sem voru á leið yfir Fagradal laust fyrir kl. 04:00 í nótt hafi samband við lögregluna í síma 860-3505 og eða netfangið Eski@logreglan .is
Á þessum tíma veitti lögreglan eftirför bifreið, sem í engu hafði stöðvunarmerki lögreglu, heldur jók hraðann jafnt og þétt frá Reyðarfirði í áttina yfir Fagradal áleiðis til Egilsstaða. Á meðan á eftirförinni stóð mætti lögreglan þrem ökutækjum en ökumenn þeirra áttu í erfiðleikum með að forðast bifreiðina sem á undan ók. Lögreglan óskar sérstaklega eftir að heyra frá þeim ökumönnum. Skammt ofan við svokallaða Neðstu brú á dal þurfti lögreglan að beita þvingaðri stöðvun það er að aka utan í bifreiðina til að stöðva för hennar. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við aksturinn.