21 Október 2005 12:00

Rétt fyrir miðnætti í gærkveldi handtók lögreglan á Ísafirði þrjá aðila, 17 og 18 ára, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hinir handteknu voru í bifreið sem var kyrrstæð við gangamunnann í Tungudal.  Einkennilegt háttarlag aðilanna vakti grun lögreglunnar.  Við leit í og við bifreiðina fannst lítilræði af ætluðu tóbaksblönduðu hassi og eins áhald sem virðist hafa verið notað til slíkrar neyslu.  Aðilarnir voru allir færðir á lögreglustöðina og foreldrum þeirra, sem ekki höfðu náð 18 ára aldri, var gert viðvart.  Lagt var hald á áhaldið og efnið umrædda.  Játning liggur fyrir hjá aðilunum varðandi neyslu efnisins skömmu fyrir handtökuna.

Lögreglan hvetur allan almenning til að hafa vakandi auga með grunsamlegu háttarlagi er gæti tengst fíkniefnamisferli og gera lögreglunni viðvart.