16 Maí 2003 12:00

Rétt fyrir kl.23:00 í gærkveldi (15. maí 2003) stöðvaði lögreglan á Ísafirði bifreið sem ekið var um götur Ísafjarðar.  Um var að ræða reglubundið eftirlit lögreglunnar.  Einn farþegi var í bifreiðinni, auk ökumanns.  Fljótlega vöknuðu grunsemdir um að menn þessir hefðu fíkniefni í fórum sínum og við leit fannst lítilræði af kannabisefnum á öðrum mannanna, auk þess sem áhald sem greinilega hafði verið notað til hassreykinga, fannst í bifreiðinni.

Mennirnir, sem báðir eru um tvítugt, voru handteknir og færðir á lögreglustöðina.  Þar voru þeir í haldi meðan rannsókn málsins fór fram.  Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum rétt fyrir kl.03:00 í nótt sem leið.  Málið telst upplýst.

Í þessu sambandi má geta þess að lámarkssekt við fíkniefnabroti nemur krónum 25.000.- en síðan stighækkar refsingin ef lagt er hald á gramm eða hluta úr grammi af fíkniefniefnum í tengslum við viðkomandi mál.