11 Október 2003 12:00
Um kl.18:00 í gærkveldi (10. okt. 2003) stöðvaði lögreglan dreng á nítjánda ári í Álftafirði. Hann var einsamall á bifreið sinni, að koma akandi frá höfuðborgarsvæðinu, áleiðis til Ísafjarðar. Drengurinn hefur komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamisferlis og lék grunur á að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Sá grunur reyndist á rökum reistur, þegar fíkniefnaleitarhundurinn Dofri fann um 4 grömm af hassi, falin í innréttingu bifreiðarinnar.
Lögreglan á Ísafirði hyggst halda ótrauð áfram að hafa gott eftirlit með hugsanlegri meðhöndlun fíkniefna í umdæminu og hvetur almenning til að leggja henni lið í því verki með því að tilkynna um grunsamlegt háttarlag og ferðir fólks sem grunur leikur á að sé að flytja eða meðhöndla fíkniefni. Nafnleynd upplýsingagjafa er heitið.