3 Maí 2005 12:00

Á tíunda tímanum í morgun handtók lögreglan á Ísafirði tvo karlmenn sem voru að koma akandi á sitt hvorri bifreiðinni innan úr Ísafjarðardjúpi og á leið til Ísafjarðar.  Karlmennirnir, sem báðir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála, voru handteknir og framkvæmd var leit á þeim og í bifreiðum þeirra.

Við leit í bifreið annars mannsins fundust rúmlega 7 grömm af kannabisefnum.  Fíkniefnaleitarhundurinn Dofri aðstoðaði lögregluna við leitina.

Mennirnir voru í haldi lögreglu fram á miðjan dag, en þá var þeim var sleppt lausum.  Mál þess aðila er efnin fundust hjá verður sent lögreglustjóra til sektarmeðferðar innan skamms.