4 Júní 2004 12:00
Lögreglan á Ísafirði hefur upplýst bílþjófnaðinn og innbrotið sem getið var um í fréttatilkynningu um í morgun.
Innbrotið var í skíðaskálann í Tungudal í nótt og bifreiðinni, sem fannst við sama skíðaskála, hafði verið stolið í Hnífsdal í nótt.
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn um hádegisbilið í dag og hefur verið í yfirheyrslu í dag. Hann hefur viðurkennt að hafa framið verknaðinn. Lögreglan vill færa vökulum vegfarendum og öðrum er lögðu henni lið við rannsókn málsins bestu þakkir.