9 Maí 2012 12:00

Lögreglumaður í almennu umferðareftirliti hafði skömmu fyrir miðnætti í gær afskipti af ungri konu sem ók  bifreið sinni austur Suðurlandsveg í Ölfusi.  Við fyrstu samskipti vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefnum.  Fíkniefnahundurinn Buster var kallaður til og þefaði hann fljótlega uppi kannabisefni sem voru í bifreið konunnar.  Gerð var húsleit á heimili konunnar þar sem fundust hátt í 500 grömm af kannabis auk lítillrar ræktunar.  Konan var handtekin og færð til yfirheyrslu þar sem hún játaði að eiga efnin.