14 Janúar 2014 12:00
Um klukkan 19:00 laugardaginn 11. janúar síðastliðinn varð árekstur við gatnamót Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar. Ökumaður grárrar Opel Corsa bifreiðar ók suður Þorlákshafnarveg og ætlaði að beygja inn á Eyrarbakkaveg þegar annari bifreið var ekið aftan á Opelinn. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á Opel bifreiðina stöðvaði bifreið sína í 1 til 2 sekúndur en hélt síðan áfram ferð sinni í átt að Þorlákshöfn án þess að ræða við ökumann hinnar bifreiðarinnar. Ekki náðist skráningarnúmer bifreiðarinnar sem lenti aftan á en talið að það hafi verið ljós Subaru og nokkur hávaði frá pústi hennar. Lögreglan á Selfossi biður ökumann þessarar bifreiðar sem og þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.