30 Janúar 2014 12:00

Í gærkvöldi tók lögreglan á Selfossi átta ökutæki úr umferð vegna þess að eigendur þeirra höfðu vanrækt vátryggingaskyldu.  Bifreiðarnar höfðu því verið í umferð ótryggðar sem er vissulega mjög alvarlegt mál í þeim tilvikum sem ökumenn þeirra valda tjóni sem einmitt hefur átt sér stað í nokkrum tilvikum síðastliðna mánuði.  Sekt við þessu broti eru 30.000.00 krónur sem væru betur varið í að viðhalda ábyrgðatryggingunni.