13 Júlí 2015 14:20

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, þann 7. júlí var ekið á ljósastaur á Hólmavík,  ekki um mikið tjón að ræða. 9 júlí var ekið á ljósastaur innan bæjar á Ísafirði, heldur ekki mikið tjón á ökutæki.  11. júlí urðu tvö óhöpp það fyrra aðfaranótt 11, í Bolungarvík þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ökumaður fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, um minni háttar meiðsl  var að ræða.  Þann sama dag varð síðan bílvelta á Snæfjallastrandarvegi á Ströndum. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð, bifreiðin óökuhæf og ökumaður og farþegi fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar.  Um minniháttar meiðsl að ræða.

Tuttugu og fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku á Djúpvegi í nágreni Hólmavíkur og í nágreni Ísafjarðar. Sá sem hraðast ók var mældur á 123 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.   Einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.  Tveir ökumann kærðir fyrir ólöglega lagningu ökutækja.   Þá voru skráningamerki fjarlægð af sjö ökutækjum ýmist vegna vöntunar á aðalskoðun eða vanrækt að færa bifreið til endurskoðunar.

Bæjarhátíðir og skemmtanir voru  í umdæminu  um liðna helgi og fóru vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.