4 Maí 2007 12:00

Lögreglan á Vestfjörðum er með til rannsóknar ofbeldisbrot, sem átti sér stað á tónlistarhátíðinni „Aldrei fór ég suður“, aðfaranótt sunnudagsins 8. apríl sl.  Atburðurinn er talinn hafa átt sér stað við og inni á einu færanlegu salernanna sem voru staðsett á tónleikasvæðinu um kl.02:00.  Lögreglan leitar karlmanns sem klæddur var íslenskri lopapeysu með bekk.  Maðurinn er talinn vera 170 til 180 cm. á hæð.  Brotið sem um ræðir mun hafa beinst gegn liðlega tvítugri stúlku sem var gestur á hátíðinni.

Þeir sem geta gefið upplýsingar  um málið eru hvattir til að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum í síma 450 3733 eða 450 3730.