26 September 2003 12:00

Í tengslum við banaslys sem varð á Reykjanesbraut 24. september kl. 07:06 óskar lögreglan í Keflavík eftir að hafa tal af fólki sem kom að slysinu og hlúði að ökumanni annarrar bifreiðarinnar.  Þarna er um að ræða ljóshærða konu, mann og tvö börn í grænni Subaru Legacy bifreið. Sími rannsóknardeildar er 4202461 og 4202465.