7 September 2006 12:00
Aðfaranótt sunnudagsins 27. ágúst sl. var bandarískum ferðamanni veitt þungt hnefahögg í andlitið fyrir utan skemmtistaðinn Pravda í Austurstræti. Maðurinn fékk verulega áverka en atvikið átti sér stað á milli klukkan 03:30 og 04:30 umrædda nótt.
Skömmu áður hafði þessi sami ferðamaður og félagi hans gefið sig á tal við íslenskar stúlkur á Lækjartorgi. Lögreglan í Reykjavík biður áðurnefndar stúlkur að gefa sig fram sem og alla aðra sem geta gefið vísbendingar um árásina á ferðamanninn. Sími lögreglunnar í Reykjavík er 444-1000.