11 Febrúar 2009 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Rolls Royce bifreið sem stolið var í Hafnarfirði en tilkynnt var um nytjastuldinn í síðasta mánuði. Eigandi bílsins var erlendis í nokkrar vikur en þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar hann kom til baka. Rollsinn, sem er af gerðinni Silver Spirit, var þá horfinn en bílnum var lagt við hús eigandans. Bíllinn er blár að lit eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.