3 Október 2014 12:00

„Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum að alvarlegri líkamsárás sem varð aðfaranótt laugardagsins 20. september 2014, framan við skemmtistaðinn Edinborg á Ísafirði.  Árásin var gerð á milli kl. þrjú og hálf fjögur um nóttina en þá kom til átaka milli manna sem endaði með því að einn hlaut skurðáverka í andliti og miklar blæðingar.  Lögreglan óskar eftir því að þeir sem urðu vitni að aðdraganda árásinnar eða henni sjálfri hafi samband í síma 450 3730.“