26 Mars 2014 12:00

Lögreglan nýtur mikils trausts hjá almenningi en um það má lesa í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Spurt var um traust til sautján stofnana/embætta samfélagsins en 83% aðspurðra sögðust treysta lögreglunni en þetta, ásamt mælingunni 2012, er besta útkoman sem hún hefur fengið frá því að Gallup hóf að kanna traust til stofnana fyrir allmörgum árum. Traust almennings til lögreglunnar hefur raunar aldrei verið meira en undanfarin ár og mælst um og yfir 80%. Smellið hér til að lesa nánar um Þjóðarpúls Gallup, en niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum.