4 Mars 2009 12:00
Lögreglan nýtur mikils trausts hjá almenningi en um það má lesa í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Spurt var um traust til tólf stofnana og embætta en 79% aðspurðra sögðust treysta lögreglunni og fékk hún næstbestu útkomuna að þessu sinni. Flestir treysta Háskóla Íslands, eða 80%, en traust til annarra stofnana í könnuninni var á bilinu 4-71%.
Gallup hefur kannað traust til nokkurra stofnana í u.þ.b. hálfan annan áratug en traust almennings til lögreglunnar hefur aldrei verið meira en undanfarin þrjú ár, eða 78-80%. Á sama tíma og lögreglan nýtur mikils trausts hefur almennt dregið verulega úr trausti almennings til stofnana á milli ára, eða frá 2008 til 2009.