28 September 2010 12:00

Kannabisneysla á Íslandi er á undanhaldi í fyrsta sinn í 15 ár. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu SÁÁ en þar segir að kannabisfíklum hafi fækkað á sjúkrahúsinu á Vogi tölulega og hlutfallslega árið 2009. Nokkrar ástæður eru nefndar til í þessu samhengi, m.a. öflugt forvarnarstarf og góður árangur tollgæslunnar og fíkniefnalögreglunnar. Efnahagshrunið er líka talið hafa leikið stórt hlutverk.

Heimasíða SÁÁ

Kannabisneysla er á undanhaldi í fyrsta sinn í hálfan annan áratug, samkvæmt SÁÁ.