7 Maí 2009 12:00

Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gær kannabisræktun á sveitabæ í Berufirði. Miðað við umfang og uppsetningu hefur ætlunin verið að setja af stað stóra og afkastamikla ræktun.  Málið er unnið í samvinnu við fíkniefnadeild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

 Að gefnu tilefni skal það tekið fram að eigendur sveitabæjarins tengjast málinu ekki á nokkurn hátt.