21 Febrúar 2024 15:13

Embætti ríkislögreglustjóra berast nú aftur tilkynningar um tölvupóst þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin ranglega merkt lögreglu.

Við vekjum athygli á því að skilaboðin eru ekki frá ríkislögreglustjóra og viljum við vara fólk við að svara tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem geta fylgt svikapóstum sem þessum.

Ef þú hefur fengið eða færð póst af þessum toga skaltu tilkynna hann sem ruslpóst/spam í póstforritinu þínu.

Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.

Við vekjum athygli á góðri fræslu á heimasíðu CERT um vefveiðar sem þessar: Vefveiðar (cert.is)

Sjá skjáskot af dæmi af svikpóst: