4 Desember 2008 12:00
Landssamband lögreglumanna hefur fært Mæðrastyrksnefnd 709 þúsund krónur að gjöf. Peningarnir koma úr Líknar- og hjálparsjóði Landssambandsins en tilefnið er 40 ára afmæli þess. Þess má ennfremur geta að nú eru 709 lögreglumenn í Landssambandinu og því miðast gjöfin við þúsund krónur fyrir hvern þeirra.
Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir tóku við gjöfinni frá þeim Óskari Sigurpálssyni, Gissuri Guðmundssyni og Geir Jóni Þórissyni en þeir sitja allir í stjórn sjóðsins.