5 Desember 2008 12:00

Landssamband lögreglumanna hefur fært Svanfríði B. Jónsdóttur, 9 ára, og fjölskyldu hennar veglega peningagjöf.  Peningarnir koma úr Líknar- og hjálparsjóði Landssambandsins en með þessu vilja lögreglumenn styðja við bakið á Svanfríði og hennar fólki en þessi unga hetja glímir við erfið veikindi.

Svanfríður er með Neurofibromatosis týpu 1 (NF1) en sjúkdómurinn lýsir sér þannig að æxli myndast í taugaslíðrum. Hún er líka með ADHD en lætur það ekki slá sig út af laginu. Svanfríður er lífsglöð stelpa en henni finnst gaman að spila tölvuleiki, horfa á teiknimyndir, fara í bíó og leika við vini sína.