26 Apríl 2011 12:00

Lögreglumessan verður haldin í Neskirkju í Reykjavík sunnudaginn 1. maí kl. 11. Helgihald annast séra Örn Bárður Jónsson. Lögreglukórinn leiðir söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar en organisti er Steingrímur Þórhallsson. Ræðumaður er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Eftir messu verða kaffiveitingar í boði Landssambands lögreglumanna og Lögreglukórsins.