6 Mars 2013 12:00

Nemar í grunnnámi Lögregluskóla ríkisins (LSR) kynntu sér á dögunum starfsemi fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð í Reykjavík. Nemunum var síðan boðið að koma í heimsókn að næturlagi um helgar til að kynna sér hvernig starfseminni er háttað á miklum álagstíma. Um síðustu helgi fylgdust fjórir nemendur með vinnunni og fleiri slíkar heimsóknir hafa verið ákveðnar í þessum mánuði.

Starfssvæði fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra nær til landsins alls. Hún sinnir þjónustu- og samræmingarhlutverki fyrir lögregluna í landinu. Í fjarskiptamiðstöðinni er einnig tekið við öllum verkefnatengdum símtölum sem berast lögreglu frá Neyðarlínunni.