25 Apríl 2003 12:00
Laugardaginn 26. apríl n.k., frá klukkan 13:00 til klukkan 16:30, verður Lögregluskóli ríkisins opinn almenningi. Þetta er í tilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennisklæddu lögreglu en þann 15. apríl 1803 tóku fyrstu lögregluþjónarnir í Reykjavík til starfa.
Meðal þess sem verður á dagskránni má nefna ljósmyndasýningu, sýningu á ökutækjum lögreglunnar og sýningu á þeim valdbeitingartækjum sem lögreglan hefur. Gestum gefst kostur á að spreyta sig í léttum þrautum, kynna sér húsakost skólans og fræðast um starfsemi hans.
Lögregluskóli ríkisins er til húsa að Krókhálsi 5b í Reykjavík.