4 Desember 2008 12:00
Stefán Eiríksson lögreglustjóri hlaut nýverið Heiðursskjöld Sjóvar fyrir árið 2008. Heiðursskjöldurinn er veittur þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem þykja vinna framúrskarandi starf almenningi til heilla. Við afhendinguna sagðist Stefán taka við viðurkenningunni fyrir hönd embættisins og væri þetta mikil hvatning fyrir þeirra starf.