1 September 2014 12:00

Sigríður Björk Guðjónsdóttir er nýr lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún þekkir vel til löggæslumála, en Sigríður var lögreglustjóri á Suðurnesjum 2009-2014 og aðstoðarríkislögreglustjóri 2007-2008. Þá var hún sýslumaður á Ísafirði 2002-2006. Sigríður er fyrsta konan sem gegnir starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Sigríður, sem er lögfræðingur frá HÍ 1993, útskrifaðist úr framhaldsnámi frá Kaupmannahafnarháskóla 1996 og lauk meistaranámi í Evrópurétti við Háskólann í Lundi 2002. Hún lauk diplómanámi í stjórnun við Lögregluskóla ríkisins og Endurmenntun HÍ 2004 og diplómanámi á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ 2011. Sigríður stundaði nám við evrópska lögregluskólann, CEPOL, 2004-2005. Hún hefur setið fjölmörg námskeið og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður lögreglustjórafélags Íslands 2009-2010.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býður Sigríði velkomna til starfa.