23 Júní 2010 12:00
Starfsemi lögreglustöðvar 4 er nú öll komin á Krókháls í Árbænum og því hefur lögreglustöðinni á Völuteigi 8 í Mosfellsbæ verið lokað. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn aðstöðu en þeir fluttu sig um set í síðustu viku og hafa nú komið sér fyrir á Krókhálsi 5a, 2. hæð. Í sama húsi, eða á Krókhálsi 5b, er gerð út almenn löggæsla (sólarhringsvaktir-útköll) fyrir svæðið. Undir lögreglustöð 4 heyra Árbær, Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjósarhreppur. Stöðvarstjóri á lögreglustöð 4 er Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn en aðrir stjórnendur eru Einar Ásbjörnsson lögreglufulltrúi og Eggert Ólafur Jónsson aðalvarðstjóri. Almennum fyrirspurnum og upplýsingum til lögreglu er hægt að koma á framfæri í síma 444-1180 allan sólarhringinn og fyrirspurnum um rannsóknir mála í síma 444-1190 á skrifstofutíma. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.
Hér gefur að líta nokkra af starfsmönnum lögreglustöðvar 4 en starfsemin er nú öll komin undir sama þak.