16 Október 2003 12:00

Tilkynning um lokun miðborgarstöðvar lögreglunnar í Reykjavík til bráðabirgða frá 1. nóvember til loka ársins 2003.

  

Ákveðið hefur verið að gera breytingar varðandi rekstur miðborgarstöðvarinnar til bráðabirgða.  Í langan tíma hefur verið á það bent að nálægð aðallögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu við miðborgina gæti vel leyst af sérstakan rekstur lögreglustöðvar í miðborginni.  Lögreglumenn sem tilheyrt hafa miðborgarstöðinni munu sinna áfram sömu verkefnum og fyrr en hafa aðstöðu á aðallögreglustöðinni.

Haldið hefur verið uppi göngueftirliti í miðborginni ásamt almennum lögregluafskiptum og mun það halda áfram með þeirri viðbót að göngueftirlitið hefst frá aðalstöðinni.  Vonast er til að þessi breyting verði ekki til að skerða þjónustu lögreglunnar þó lengra verði fyrir fólk að komast á lögreglustöð.

Sign.

Geir Jón Þórisson

yfirlögregluþjónn